Flutningur til Ítalíu

Eftir 9 ár og með miklum söknuði yfirgaf familían Ástralíu og flutti sig um set til Ítalíu, nánar tiltekið rétt fyrir utan Mílanó. Þann 15 Des vorum við mætt í þetta land pasta og pizzu. Eftir rúman mánuð í landinu gersamlega mállaus þá er ekki við miklu að búast með árangur. Reyndar er eins og maður sé á byrjunarreit hvað varðar að tala. No parla Italiano! En samt halda þeir áfram að tala við mann eins og maður sé í kaupstaðarferð utan af landi og sé ekki með díalektið alveg á hreinu. En ef maður vogar sér að segja; parla inglese!. þá fer allt í mínus, fólk roðnar og talar ofan í bringuna á sér og segir no no no!
Aðalvandamálið er að hér er brauð alveg vonlaust og fyrirfinnst ekki í samlokuformi, æji jú ég get ekki sagt svona. Ég fann samlokubrauð sem rennur út ca 3 mánuðum eftir kaup og heitir ´American Sandwich Bread´, tekur ca 8 mínútur að lesa e-skalann af bætiefnum. Svipað og Norðmenn sem kunna bara að búa til gamalt brauð. Hér á Ítalíu verður maður að sætta sig við brauðgómrifjur og í circa about 100 tegundum, og eftir hálfa stöng af brauði þá blæðir úr gómnum og munninum á manni. Ég sver það að það er hægt að drepa mann með þessu brauði, fyrir mér er þetta ekkert annað en vopnaburður, þe að eiga ítalskt brauð.
Kurteisi fyrirfinnst ekki á Ítalíu, maður fer í shopping center og ég segi eins og er að frekar vildi ég synda með ´Great White´en að þurfa að fara í súpermarkað hérna. Maður er bara keyrður niður af ofuráhugasömum kaupendum með innkaupakerrur og þeim er alveg sama þótt maður liggi í gólfinu í miðri Auchan eða Essalunga og grætur af sársauka vegna meiðsla á hæl og sköflungi.
Hér ryðst fólk framfyrir mann í röð, einhverjir litlir hárlitlir kallar með kótilettur og með táfýlu af hausnum á sér sökum smægðar. Þe hár og tær renna saman í eitt, eða það er allt of stutt á milli. (Ekki það að ég sé hármikill né hár)
En KAFFIÐ er gott, það fær mann til að gleyma öllu. Það sem hefur komið mér mest á óvart er sjávarfangið er alveg frábært hér inn í miðju landi,,,, ussss! kræklingur, fiskur og rækjur alveg í toppklassa. Svo ég tali nú ekki um allt þetta hráa þurrkaða kjöt sem þeir framleiða, vááá! Með milljón nöfn á þessu öllu þurrkaða kjöti, hvort sem það er af belju, rollu eða svíni...ja eða af manni. (það myndi enginn fatta það)
Ostar! Jesús, hvílík mergð af tegundum. Keith Richards heldur örugglega ekki mikið uppá Ítalíu, enda borðar hann ekki ost og hefur aldrei látið það innfyrir sínar varir.
En familían er á leið í áfallahjálp og sálfræðimeðferð, sem er ekket annað en gott!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

dásamlegt að heyra að allt gangi vel  og allir ánægðir. Hlakka til að lesa meira um dásemdir Ítalíu.

Gulla (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband