Hjúkk, þar small trukkur nærri hælum

Rúna hringdi í mig rétt fyrir þrjú í dag og byrjaði á því að tilkynna mér að hún gæti ekki náð í krakkana í skólann, gott og vel sagði ég. Hvað er til fyrirstöðu?, ´Ja það keyrði yfir mig trukkur´, ég er allt í lagi en heimilisbíllinn er líklegast ónýtur. Og hvað! er allt í lagi með þig?, jájá svaraði hún, ekkert að mér. Erfitt að trúa henni með svona hluti, því þó það hefði vantað á hana flesta útlimi þá hefði hún sagst vera í góðu lagi.

Ef þetta hefði verið trukkur með tengivagn þá hefði hann hæglega getað farið yfir bílstjórasætið en ekki bara rifið hægri hliðina af bílnum. Nú ökumaður vörubílsins var í 100% órétti eins og vörubílstjórar eiga til að lenda í, annaðhvort á alltof miklum hraða eða aka eins og þeir séu einir í heiminum, sem reyndist vera tilfellið í þessu dæmi.

Mér skildist að glerbrot og drasl flaug um allt, inn og út úr bílnum, mesta mildi að frúin skildi sleppa lifandi frá þessu. Reyndir menn í bílatjónum tjáðu henni það á staðnum að ekki væri hægt að gera við bílinn, enda hvernig skiptir maður um hægri hliðina á bílnum.?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband