Smá giftingarræða (Við missum af öllu hér í neðra)

Elsku Halli og Anna Fanney

Bara svo ég taki það fram strax. Þá fáið þið enga gjöf frá okkur hér í neðra fyrr en við komum heim um jólin. Er það aðallega vegna þess að þær eru svo litlar cargovélarnar til og frá Ástralíu og þú Halli minn ekki enn búinn að drullast til að koma þér upp áætlanaleið til Brisbane.

En hvað varðar ykkur tvö, kæru brúðhjón, þá held ég að þið séuð match made in heaven, þá meina ég landafræðingur og flugmaður. Anna með hnitin og Halli með hæðarmælinguna, getur vart verið betra.

Við Halli eigum margt sameiginlegt, við eigum náttúrulega gullfallegar konur, sem flestir eiga ekki og svo erum við báðir fæddir í Júní og erum því tvíburar. Fyrir þá sem ekki skilja þá er ekki verið að tala um í líffræðilegum skilningi enda yrði það mjög erfitt þar sem Halli fæddist tíu árum seinna en ég, að vísu vantar uppá einn dag. Sem mér þótti frekar fúlt á sínum tíma, ég held að ég hafi nuðað í Maggí í mörg ár á eftir fyrir að hafa ekki geta haldið í sér í einn dag.

En eins og allir vita þá eru tvíburar alveg eðal fólk og það finnst vart skemmtilegra, getur allt og er ómissandi á hátíðum sem þessum, ég meira að segja gúgglaði gemini og tvíburamerkið og fann ekkert neikvætt. Ekki styggðarorð.

En ég þarf svo sem ekkert að vera segja þér Anna hvað þú ert búinn að fjárfesta í ágætis dreng sjáiði! Hann er fjallmyndarlegur,  þjáll eins og állinn í læknum, þéttur eins og hrútur í haga, þver eins þorskur í þara og með mör eins og merin frá nei, nei ,nei nei...ja ég held að það sé komið nóg af tilvitnunum.

En eitt er á tæru að vitum öll að Halli kemur og fer á 120 desibilum og er venjulega mjög hátt uppi, það er eiginlega besta lýsingin.
Við ástralíufarganið þykir mjög miður að geta ekki verið með ykkur í dag þannig að við skálum úr fjarlægð.

 

Og í tilefni dagsins þá er ég búinn að vera í tvær og hálfa viku að setja saman þessa limru, og hún er svona.

Halli og Anna Fanney
Við komum ei
Þið sögðuð já, ekki nei
So have a nice day.

Svona að lokum þá vil ég bara segja

Tango india Lima
Hotel alfa mike india november golf juliett uniform.

Ástarkveðjur til allra frá kengúrunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband