Dísös, hvað varð um íslendingana?

Ég er kominn heim í hagann hér í tjaldhól (Camp Hill) Brisbane eftir nokkra daga dvöl á Íslandi. 

Eins og týpískur túristi þá fór ég í Smáralind og ætlaði að sækja mér föng af ýmsum toga. Ég verð að segja eins og er að það var mjög gott að ég var liðtækur í annarri tungu en íslensku því allstaðar þar sem maður kom þá tók á móti manni fyrrum austantjaldsverji með grafarsvip og sagði "grút morníng", sem síðan afgreiddi mann með þau föng sem maður hafði áhuga á, eins og pítusósu, SS sinnep og Nóa Síríus og kvaddi mann með "þenkjú". Það sem meira er að maður heyrði engan tala íslensku. Ég varð að fara á upplýsingaborðið og spyrja á ensku hvort ég væri á Íslandi. Mér var tilkynnt að svo væri og það væri sunnudagur níunda September 2007. Ég spyr síðan hvort að það sé búið að lögskipa ensku sem aðaltungumál á Íslandi en viðmælandi minn kvað ekki svo vera, ja allavegana vissi hann ekki til þess.

 Einnig sótti ég mikla og góða halelújaog fagnaðaerindissamkomu í hrauninu í G-bæ undir yfirskriftinni "Fóðurkerfi ofar öllu". Fínasta bændasamkoma og hin besta bænastund.

En eins og það er alltaf gaman að koma til Íslands þá er alltaf jafn gaman að fara þaðan og var gott að koma heim í hlýjuna hérna down under. Það rigndi allan tímann á Íslandi á meðan ég var þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hvað varð um Íslendingana, ég veit um nokkra í Ástarlíu og tala þeir bjagaða íslensku.  Hvað útlendingana á skerinu varðar þá sögðu þeir sem komu heim til mín og tóku muni ófrjálsri heindi hvorki " grút morníng " né " þenkjú " en ég vona að þeir smitist af þessum skæða vírus sem var á munnmælum fjölskyldunar sem þeir tóku og að þeir verði stoppaðir með vegabréfin okkar og verðlausu íslensku seðlana á einhverju útnára.  Hlakka til að sjá ykkur öll á skerinu kalda í desember stressinu .

Gulla (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 11:25

2 identicon

Blessaður frændi. Datt inn á þessa síðu þína hjá þeim frændum okkar og nöfnum! Fínt að geta séð hvað er í gangi hjá ykkur down under. Ég frétti reyndar af ferðum þínum hér á landi eftir að þú fórst utan, ekki það að maður hefði getað hitt þig en gaman að vita af ferðum þínum til landsins. Er svo verið að koma á skerið  um jólinn? Með hele familien? Kanski að maður sjái ykkur þá, allt mitt fólk komið til Sódómu svo maður verður sennilega að bregða sér þangað.

Elsku frændi, bestu kveðjur til ykkar af sjónum(er sem stendur að veiða síld við noregsstrendur) Stebbi

Stefán Höskuldsson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband