Af búsetumálum í Eyjaálfu.

Ætli maður verði ekki að fara að koma sér í að fylla út blessaða umsóknina fyrir framlengda búsetu í Ástralíu. Okkur verður hent úr landi þann 14 Des nk. Þetta er heljarinnar mál og skrifræðið minnir á fyrrum Sovíet, vantar stimpla hér og þar frá hinum ýmsu embættum. Ég og fjölskyldan þarf að fara í enskupróf, röntgen myndatöku, læknisskoðun (háls, nef, eyrna, kúk og piss sýni) og sálfræðimat (Þar mun ég falla og mun verða sendur í hlekkjum úr landi). Úpps.

En ef maður hugsar um það, þá er náttúrulega ekki við öðru að búast í þessum heimi sem við búum við í dag að innflytjendareglur séu svona strangar. Staðreyndin er sú að Íslendingar þóttu nokkuð baldnir hér í den, lögðust í víking og herjuðu á nágrannaþjóðir eins og Skotland, Írland og stálu öllu steini léttara. Stór hluti þessara þjóða voru síðan fluttar í stóru magni til Ástralíu, fyrir sama kvikindisskap og iðju sem Íslendingar höfðu stundað nokkrum öldum áður. Þannig að ég vona að Ástralir séu ekki eins og fíllinn, þe gleymir engu. Mér til varnar þá hafa íslendingar orðið að hinni friðsamlegustu þjóð, vilja ekki flugu mein og mega ekkert aumt sjá, næstum því. Eiga það til að drepa einn og einn hval og monta sig af því fyrir framan alheim. Ekki gott, þar sem Ástralir líta á þetta spendýr sem alheilaga og friðaða skepnu. Svo stunda íslendingar líka Lundaveiði til átu, það finnst Áströlum alveg fyrir neðan allar hellur, alltof fallegur goggur. Maður er oft spurður hvað sé séríslenskt og þá nefnir maður einmitt, hvalaveiðar, hákarl, harðfisk, hrútspunga, lundabagga og Björk. Nánast undantekningalaust þekkja þeir Björk, enda líklegast albesta landkynning sem Ísland hefur átt síðan Golli fann spýturnar sínar í Reykjavík árið fyrir lurk.

Ég áætla að skrifa meira um búsetumálin þegar kemur að sýnatöku. Upsidedown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOKSINS , maður var bara farin að halda að þú hefðir misst puttana  það er svo langt síðan þú bloggaðir síðast.

En gaman að heyra að þið ætlið að fara að festa ráð ykkar ( var nú búin að heyra það frá öðrum nýbúum þarna undir ) , er ekki tilvalið að láta pússa sig saman þar sem þið eruð hvort sem er í þessari endalausu pappírsvinnu. ??Það lítur örugglega betur út á pappírum ef þið eruð gift.  Ég get líka mælt með ykkur ef þið þurfið með-mælendur. 

Gulla (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:41

2 identicon

Það kom losksins að því að sjá eitthvað annað en DÍSÖS. Þú ert að koma til Egill minn, en hvað varðar þetta dvalarleyfi, þá verð ég að segja að ég vona að þið verðið einfaldlega send úr landi, þó án þess að fá stimpilinn Persona non grada.  Svo velti ég fyrir mér hvort ekki sé hægt að setja ykkur í farbann þegar þið komið yfir jólin, hm, ??????

Love you darlings, get ekki beðið eftir að knúsa ykkur. 

mamma/amma (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband