7.12.2007 | 07:41
Með rasssæri af hnakknum, flökurt með nábít.
Jamm, við erum komin til LA. Flugum með Air New Zealand. Lögðum af stað kl 11:30 á fimmtudaginn á áströlskum tíma, ferðin tók ca 15 klst og það góða var að við lentum ca einum og hálf tíma áður í LA, en við lögðum af stað frá Brisbane. Þökk sé daglínunni.
Nú til að komast inn í USA þá voru tekin fingraför af allri familíunni ásamt digital mynd. Ég leit út eins og zombie, órakaður og rauðeygður. Enda náði ekki nema tveggja tíma svefni á 12 klst leggnum, sem er mjög sjaldgæft fyrir mig. Ég venjulega sef eins og engill, ég held að það hafi verið vegna rasssærisflugfélagsins, sum flugfélög elska að pynta viðskiptavininn. Ég og vinur minn Gluteus Maximus höfum sitið af okkur allskonar setur í gegnum tíðina, þannig að við náðum að jafna okkur eftir lendingu.
En við fyrstu sýn þá er LA ekkert annað en supersize borg, með sínum hávaða og umferðaröngþveiti. Skruppum í smá verslunartúr í dag, en tökum túrismann á morgunn. Aldrei að vita nema að maður bloggi aftur á morgunn. Hvur veit?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.