Jól á Íslandi

Vá, þvílík viðbrigði að halda jólin á Íslandi eftir 5 ára hlé. Þrjár lægðir tóku á móti okkur á nokkrum dögum eftir komuna til landsins en maður svaf fyrstu dagana. Ég var alveg búinn að gleyma þessu skammdegi en verð að segja það er smá fílíngur að hafa það.

Jólasnjórinn kom á aðfangadag og hélst í nokkra daga svona til að sýna okkur útlendingunum hvernig jólin eru skv staðli, alveg ekta coca cola jól. Það var rokið út að búa til snjókarl og fara í snjókast enda fjölskyldan ekki komist í snjó í 6 ár.

En það er fjárhagslegt hrun að heimsækja þetta land, mér sýnist 5.000 kallinn stefna hraðbyri í það að verða klink. Enda tala allir í milljörðum. Allir segja að þetta lagist þegar við göngum í EU, tökum upp evruna og fáum aðgengi að erlendum bönkum. Ósjálfrátt spyr maður; af hverju er ekki búið að því? Eftir hverju er beðið? Jamm...............................

En við yfirgáfum skerið í gær vel mett með jólapinklana í kílóavís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband