Hverjum er um að kenna um krísuna?

Góðir Íslendingar
Ég fylgist með málum úr fjarlægð og það er ekki laust við að maður verði fyrir aðkasti vegna fjármála Íslands hér down under. 'you´re gone bust´ er setning sem maður heyri soldið oft. Ég lít ekki þannig á það enda eru Íslendingar harðari en andskotinn og það er ekkert sem getur dregið þá í svaðið. Við erum búin að lifa af harðindi mun meira en þetta í þúsund ár.
Hinsvegar eru aðstæður þannig að maður veltir því sér fyrir sér af hverju þetta ástand er svona. Jú það er mjög einfalt. Ríkisstjórn Íslands og alþingismenn hafa ekkert verið að spá í fjárfestingar Íslenskra fyrirtækja og leyft þeim í ljósi ´frjálshyggju´að blómstra. Sem er að sjálfsögðu í lagi svo framarlega sem skuldir eru ekki meiri en ákveðin prósenta af þjóðarframlegð. En einhverra hluta vegna þá yfirsást það. Nú sitjum við uppi með 2-3 ára þjóðarafkomu í skuldum, ég spyr, af hverju? Í raun er málið mjög einfalt, við erum ekkert að fylgjast með. Við setjum pólitíkusa í ráðandi stöður á fyrirtækjum sem hafa með þessi mál að fara og þeir fara eftir því sem þeim er sagt í flokkapólitík. Hættum að kjósa flokka, kjósum fólk á þing. Fólk sem lætur Ísland skipta sig máli og þykir vænt um Íslendinga.
Í USA þá má fyrirtæki aldrei fara yfir ákveðna stærð miðað við tekjur þjóðarframleiðslu. T.a.m þá eru vandræði á Wall street núna aðeins 5% af þjóðartekjum USA. Á Íslandi eru þjóðartekjur 5% af skuldunum. Þetta er náttúrulega ekkert í lagi. Svo veltum við okkur uppúr því hvernig sumarbústaði auðmenn Íslands voru að byggja. Hvað kemur það okkur við, hver einasti Íslendingur myndi gera það sama ef hann hefði aðgang að sama auð. Að vísu eru þetta ferlega smekklausir sumarbústaðir, en það er annað mál.
Vandamál Íslands er vegna þess að stjórnendur landsins voru ekki að gera vinnuna sína, þetta er ferlega einfalt. Það eru ekki margir sem stand uppúr, en þeir eru til og hafa hugsjón. Við þurfum fólk með hugsjón ekki flokkatengsl.
T.a.m hef ég alltaf talið að Baugsfeðgar hafi gert Íslendingum mjög góða hluti. Þeir lækkuðu vöruverð til muna á sínum tíma. Við megum ekki gleyma því. Í fáránlegu viðtali í Silfuregils núna um daginn þá gerði þáttarstjórnandi sig að algeru fífli, því miður þá missti ég allt álit á nafna mínum. Jón Ásgeir kom mjög vel út, ég leyni því ekkert að ég hef mikla trú á honum og ég held að hann komi heill fram. Maður fær það á tilfinninguna að Íslendingum hlakki til að auðmenn Íslands fari á hausinn, því miður þá skil ég það ekki, því að landinn fylgir með.
Við Íslendingar verðum alltaf öfundsjúk ef einvherjum gengur vel og reynum að finna allt það versta sem til er í fari einvhers sem gengur vel. Hættum þessu volæði, sýnum hvað í okkur býr og styðjum hvort annað.
Við erum gersamlega langflottasta þjóð í heimi, engin spurning.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr, ég er svo fullkomlega sammála þér í þessu.  Þessi hlev............... fífl eru ekki að vinna vinnuna sína sem varð til þess að það fólk sem er á íslandi er komið í skuldafangelsi í eigin landi. Og án þess þó að hafa gert nokkuð til að verðskulda það á nokkurn hátt.  Ég er brjáluð , brjáluð vegna þess líka að íslendingar eru gúngur .  Já við látum vallta yfir okkur á skítugum skónum og þar sem við liggjum í drullini og segjum hvert við annað " þetta fer að lagast ".  Erlendis væri búið að kveikja í bílum þessara manna og gríta flr. en bara skyri og eggjum í átt til þeirra. Og alltaf erum við jafn helv...... vitlaus að kjósa flokka ( bláu höndina ) aftur og aftur með frosið bros á vör.  Og þeir sem eru við stjórnvöld hugsa " fólk er fífl " ( eins og frægt er orðið).  En svona fyrir utan þetta allt saman, þá er vinnufélagi minn á leið til Brisbein þann 20 nóv. og ég hafði hugsað mér að senda hana með smá pakka til ykkar, hún mun vera í sambandi við ykkur þegar hún kemur út. Það væri gott ef þið gætuð nálgast góssið þá til hennar, en þessi ágæta kona heitir Birna. ps. Ég sakna ykkar ægilega , knús til ykkar allra frá Gullu pullu.

Gulla (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband