Ljós í Norðumýri

Er hálfnaður með bókina og eftir að hafa búið í hverfinu þá verð ég að segja eins og er að Megas er snillingur, ekki bara meistari Megas, heldur hreint og beint út Snillinn Hann Megas. Þvílík íslensk kjarngóð orðasúpa. Ég þarf reglulega að stoppa og lesa aftur sömu setningarnar, að vísu gæti þýtt að ég sé að verða enskuseraður en ég harðlega neita því.

 Bókin er einstaklega skrifuð og fær mann til að virða hversu yndisleg íslenskan er í raun. Það má alveg bæta við að þegar teymi eins og Þórunn Valdimars og Megas setja saman bók, þá í raun getur það vart misheppnast. Frábær lesning.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hér í efra. Mikið er gaman að þú skulir taka þig til og blogga um lífið og tilveruna þarna neðra. Stendur þig betur en Rúnan min. Enda ekki að spyrja að því. þú ert jú skildur MÉR. Hlakka til að fylgjast með minn kæri. Knus og klemm á alla.

Gunna frænka

Gunna frænka (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband