Smá skreppur til Perth

Skrapp í smá innanlandsflug í fimm og hálfan tíma frá Brisbane yfir til Perth. Þetta er eins og að fara frá Keflavík til New York, en einvhernegin þá finnst manni eins og öll flug undir 8 klst sé smá skreppur núorðið. Perth er ein af mínum uppáhaldsborgum og alveg frábært bæjarstæði. Heimsótti nokkra góða kúnna sem eru búnir að vera dyggir vinir í gegnum tíðina. Einn kom með þá hugmynd að búa til reality show, þar sem nokkrir fiskframleiðendur í Ástralíu væru eingöngu með Marel kerfi og sá sem myndi nota það á sem bestan máta á sem fljótasta tíma yrði sigurvegari. Hinir væru náttúrulega látnir borga fyrir brúsann. The Tribe have spoken! Góð hugmynd, en bölvanlega kostnaðarsöm.

Í Perth er áætlað að um 500 íslendingar séu búsettir, þá erum við að tala um afkomendur einnig, íslendingar eru allstaðar. Við erum með íslendingafélag í Brisbane sem inniheldur ca 50 manns. Ég er stoltur meðlimur númer 11. Ég hef alltaf jafn gaman að því að hitta íslendinga búsetta erlendis, það er svona ákveðið stolt í gangi við að vera íslendingur og allir hafa mjög sérstaka sögu að segja og við þráum allir harðfisk, hákarl og Nóa súkkulaði. Það er mjög mikið af fólki sem fór hingað 69-71, þannig að afkomendur eru eingöngu enskumælandi, þeas aussie-mælandi. G´day mate, how´s it going mate? Já Ástralía er konstant mating season, þannig séð.

Á morgun fer ég til baka í gegnum Melbourne og mun vinna í kerfislausn á föstudaginn fyrir einn góðan vin okkar. Á ekki von á öðru nema það gangi vel, allavegana vantar ekki áhugann. Melbourne er mjög skemmtileg borg og alveg frábær til að senda konurnar í húsmæðraorlof. Þær koma til baka gersamlega blankar, búnar að eyða hírunni í Crown Casino. Við skulum ekki fara meira í þá saumana. OK, ég verð skammaður þegar ég kem heim. 'Hvað ertu að bulla á þessu bloggi, ég eyddi bara 50 dollurum´ Já, elskan, no WORRIES.

Bið að heilsa að sinni

Perth, Northbridge

Egill 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Gunnarsson

Fair Dinkum !!

Hafsteinn Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 09:25

2 identicon

Hæ Egill minn, er ekki skreppurinn til Perth að verða góður, löngu kominn heim, Ha ?

mamma/amma (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband