Kominn á skerið kalda

Eftir 49 tíma ferðalag með þessari leiðinda 9 tíma bið í London Heathrow (með leiðinlegri flugvöllum í heimi) þá tók stinningskaldinn á móti manni við útkomu í Leifsstöð. Það rigndi beint framan í mann, ég hef ekki upplifað það lengi vel. Í Ástralíu rignir oftast lóðrétt, ja ca 98% tilfella.

Hössi bró pikkaði mig upp og hann byrjaði á að fara með mig í RL Vöruhús. Ég hélt að maðurinn væri orðinn galinn, þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands í heimsókn og byrja á að fara í einhverja húsgagnaverslun. Ég var náttúrulega gersamlega lost yfir byggingarframkvæmdum á leiðinni í bæinn. Ég á ekki til orð, þetta var eins og að koma í borg sem ég hafði aldrei komið í áður. Ja það er nóg til af seðlum á Íslandi.

En ég er búinn að vera í góðu aðhaldi hérna í sveitinni á Rangárbökkum hjá mömmu og pabba. Það er svoleiðis raðað í mann plokkfisk, rækjusalati, suðrænu og öllu því sem maður fær ekki Down under. Ég stend á blístri og það sér ekki fyrir endann á kræsingunum og bakkelsinu. Úff. Síðast tók það mig þrjár vikur að laga meltingarkerfið eftir náðuga daga í foreldrahúsum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki neitt smá mikill munur á íslandi eftir að þú komst maður.

Ég frétti að þú værir hættur að reykja, farinn að stunda jóga, stefnir á NY maraþonið og værir farinn að leika í Dressman auglýsingum. hahhahah já það vita allir allt um alla hér , velkomin á skerið. og að vera búin að finna þig aftur á þessari síðu.

Gulla (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:13

2 identicon

Hæ elsku krúsí frændi. Mikið óskaplega var gaman að sjá þig á laugardagsnóttina. Big huge surprise..... Alveg gjeggjað. Gangi þér ferðin heim vel. Hlakka til að sjá þig aftur um jólin. Knús á alla línuna.

Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 02:34

3 identicon

Egill minn elskulegur. Vildi bara minna þig á að þú ert farinn af skerinu kalda. Hvað fáum við að sjá næst, við sem bíðum alltaf eftir bloggi ?

Keep on rocking (blogging) Ástarkveðja, mamma 

mamma/amma (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband