Giftingaveislan í dag

Ég, Rúna og Hekla fórum í meiriháttar giftingaveislu hjá Michael og Tamara. Athöfnin fór fram undir berum himni og var svona við það að rigna, en það urðu ekki nema nokkrir dropar. Innkoman hjá þeim var mjög sérstök, þar sem tveir hópar komu úr sitthvorri áttinni og mættust á miðri leið undir miklum flautu og trommuslætti. Okkur var sagt að mæta í skrautlegum og litmiklum klæðnaði og einnig bent á að þetta væri ekki stífelsis-veisla. Mig langaði að mæta í 'Dumb & Dumber' kjólfötum, þeas annaðhvort baby blue eða appelsínugulum með samlitann pípuhatt. Ekki varð neitt úr því þar sem fjölskyldan hélt að ég yrði þeim til skammar og endaði í gömlu jakkafötunum að vísu í gluggatjaldaskyrtu sem konurnar í mínu lífi höfðu keypt handa mér fyrir þetta tilefni. Það stóð ekki til hjá mér að skjóta íslenska snæuglu með korktappa, það er á hreinu. Michael og Tamara eru dans og tónlistarmenn, hún er sérhæfð í magadansi og hann í trumbuslætti og eru mest í miðausturlandatónlist og skemmta víðsvegar um Ástralíu. Enda varð veislan að algerri tónlistarveislu. Maturinn var frábær, með indversku yfirbragði og át ég á mig gat, náði ekki að fá mér eftirrétt þar sem ég var svo saddur.

En svo tók við tónlist og dans. Ég varð alveg dolfallinn þegar bandið byrjaði. Þarna var samankomin 7 manna sveit. 5 konur og 2 karlar og hljóðfærin eingöngu Marimba fyrir utan eitt eintak af trommusetti. Hljómsveitin sem heitir Jambezi var alveg frábær og það var eins og Lion King væri ljóslifandi. Ég er ennþá með gæsahúð.

En fyndnasta atriðið var að undir miðjum ræðuhöldum í giftingarveislunni þá hringir Lissý (sem var heima) í Rúnu og spyr hana um vanilla lyktareyðinn. Rúna segir 'Hvað meinaru?', þá springur Lissý úr hlátri og gjörsamlega grenjar úr hlátri í símann og segir að Jökull og Freya hafi pantað pizzu og þegar sendillinn kom þá hafi hann beinlínis staðið fyrir utan dyrnar haldandi á pizzunni í annarri hendinn, með hina haldandi um afturendann á sér. Síðan bað hann mjög kureisislega hvort hann mætti nota salernið og nánast henti pizzunni frá sér og hljóp inná klósett. Síðan heyrðust skruðningar og sprengingar frá salerninu og stuttu seinn fylltist húsið af þessum þvílíka fnyk. Pizzasendillinn labbaði víst skömmustulegur út, hvort hann tók við borgun veit ég ekki. En ég skil ekki hvernig einhver gat étið pizzuna, gersamlega óskiljanlegt.

En ég læt fylgja með þessa linka til að fólk fá smá nasaþef af veislunni.

http://www.mikemeade.com/jambezi/intro.html

http://www.hipnoticbellydance.com/index.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko , það getur bara verið svo gaman að gifta sig og held það væri ekki úr vegi meðan gæsahúðin er enn til staðar hjá ykkur.

Gulla (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband