9.12.2007 | 07:30
LA sökkar feitt
Þvílík leiðindaborg! Ég bara skil ekki hvernig fólk getur búið hérna. Hollywood og Beverly Hills ekkert merkilegt. Stokkseyrarbakki hefur meira uppá að bjóða enn þessi leiðindasollur. Vá, ég hef aldrei orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með nokkra borg í heiminum eins og LA og hef ég komið í þær nokkrar en að vísu hér í LA áður en á öðrum forsendum en túristi. Tókum túrista túrinn um Hollywood/Beverley Hills og það var það eina sem höfðaði svona aðeins til manns, en þetta er allt svoddans gerfiborg. LA Downtown er upplifelsi fyrir sig og því sunnar sem dregur því ver fer ástandið og þegar fólk er farið að ávarpa mann 'Hey Gringo, habla espaniol? þá fer maður að hugsa sér til hreyfings.
Málið er að borgin hefur bara ekkert uppá að bjóða.
Sem betur fer er maður á leið til New York á morgun, nær Stokkseyrarbakka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.