Ekki garðslanga, heldur kyrkislanga

Monty Python birtist í garðinum okkar í kvöld, feitt flikki sem langaði í kött, enda var Batman kominn vel nálægt henni þegar Rúna uppgötvaði hvað var í gangi og eins og myndin sýnir þá er kyrkislangan í skotstöðu. Hetjan hún Rúna reyndi að ota í slönguna með kústskafti en slangan haggaðist ekki, ég persónulega hefði viljað ráðast á hana með garðslöngunni, það hjómar svo vel að geta sagt; ég réðist á kyrkislöngu með garðslöngu. En þessi er ca 3m á lengd og eins og góður upphandleggur að stærð þar sem hún er sverust. Þessi tegund heitir Carpet Python (Morelia spilota varieMonty Pythongata) og er mjög algeng á þessu svæði og við búum rétt við skóglendi sem segir sig sjálft að við megum eiga von á þessu með reglulegu millibili. Við báðum hana mjög kurteisislega að koma sér til síns heima og sýnist mér á öllu að hún sé búin að yfirgefa svæðið. Enginn dónaskapur, einstök yfirveguð kurteisi og engin geðshræring.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Já hún Rúna frænka mín, hún lætur sko ekki vaða yfir sig. Sé hana alveg fyrir mér geggjunin uppmáluð og fara hamförum með kústinn til að bjarga kéttinum. Efast um að hún hefði lagt þetta á sig ef slangan hefði verið að teygja sig í áttina til þín , múhahhaahah

Guðlaug K. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Egill Lárusson

Seggðu,

Ég var víðs fjarri inni á klósetti með læsta hurð, með kúk í haldi.

Egill Lárusson, 7.2.2008 kl. 12:49

3 identicon

Þessi er aðeins voldugri heldur en þessi sem við fundum í ryksugupokanum þarna um árið!

Krissý (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband