7.2.2008 | 11:23
Ekki garðslanga, heldur kyrkislanga
Monty Python birtist í garðinum okkar í kvöld, feitt flikki sem langaði í kött, enda var Batman kominn vel nálægt henni þegar Rúna uppgötvaði hvað var í gangi og eins og myndin sýnir þá er kyrkislangan í skotstöðu. Hetjan hún Rúna reyndi að ota í slönguna með kústskafti en slangan haggaðist ekki, ég persónulega hefði viljað ráðast á hana með garðslöngunni, það hjómar svo vel að geta sagt; ég réðist á kyrkislöngu með garðslöngu. En þessi er ca 3m á lengd og eins og góður upphandleggur að stærð þar sem hún er sverust. Þessi tegund heitir Carpet Python (Morelia spilota varie
gata) og er mjög algeng á þessu svæði og við búum rétt við skóglendi sem segir sig sjálft að við megum eiga von á þessu með reglulegu millibili. Við báðum hana mjög kurteisislega að koma sér til síns heima og sýnist mér á öllu að hún sé búin að yfirgefa svæðið. Enginn dónaskapur, einstök yfirveguð kurteisi og engin geðshræring.

Athugasemdir
Guðlaug K. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:40
Seggðu,
Ég var víðs fjarri inni á klósetti með læsta hurð, með kúk í haldi.
Egill Lárusson, 7.2.2008 kl. 12:49
Þessi er aðeins voldugri heldur en þessi sem við fundum í ryksugupokanum þarna um árið!
Krissý (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.