26.4.2008 | 03:54
Brúðkaup
Mér og Rúnu var boðið í brúðkaup um síðustu helgi hérna í Brisbane og var ég beðinn um að vera mc eða master of ceremony. þykir mér það mikill heiður og þá sérstaklega sökum þess að brúðhjónin eru bæði af ítölsku bergi brotin og kaþólsk. Báðar ættir reyndar frá Sikiley, þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur stressið hjá mér. Ég sá alla Godfather seríuna fyrir mér og sagði það yfir salinn að mér stæði ekkert á sama, of margar bíómyndir um Sikileyinga væri góð sönnun þess að ég myndi alls ekki gera neitt grín að Ítölskum fótboltaköppum né pastaréttum (sem er ferlega súrt þar sem þau málefni eru endalaus). Nú annar hver karlmaður í veislunni hét Salvatore eða Guiseppe. Þetta var frábær dagur og mikil lífsreynsla fyrir mig. Maður er búinn að fara í þrenn brúðkaup síðan maður flutt hérna niðureftir, ég sem komst aldrei í brúðkaup heima á Íslandi.
Ég stórefa að ná að mæta í mitt eigið, ekki svo að það sé að fara að gerast, allavegana ekki að mér vitandi.
Athugasemdir
Hjartað tók kipp og maginn herptist saman af spenning þegar ég las fyrirsögnina " Brúðkaup " , ég var búin að plana allt og dubba mig upp áður en ég náði að komast að því að þið voruð ekki að bjóða í Brúðkaup. Syndarar, syndarar og öll ykkar börn getin í synd , ég sem óska þess að komast í brúðkaup hjá ykkur , whoop it up fólk og farið að gera e-h sem fólk á ekki von á.
Gulla (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:24
Einhver þarna er farinn að kalka allverulega þykir mér, varstu ekki veislustjóri í brúðkaupi yngri bróður þíns hér um árið ?????? Ég er ekki viss um að hann tali meira við þig. Það hefur greinilega farið illa með þig Egill minn að vera alltaf á haus þarna down under. Mál til komið að fara að koma sér eitthvað annað !
Elska þig samt þó þú sért svona klikkaður, ástarkveðja í bæinn.
mamma/amma (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.