2.6.2011 | 00:06
Forsjárhyggjuþingmenn!
Svona hálfopið bréf til ykkar!
Flutningsmenn.: Siv Friðleifsdóttir (B), Þuríður Backman (V), Ásta R. Jóhannesdóttir (S), Árni Johnsen (D), Margrét Tryggvadóttir (V), Álfheiður Ingadóttir (VG), Þór Saari (O), Ólína Þorvarðardóttir (S), Eygló Harðardóttir (B).
Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þess að fólk reyki, né stutt það með markvissum hætti, né hvatt til að ungt fólk taki upp þann ósið. Eins og flest allir vita þá er þetta ósiður og engum til góðs, það vita meira að segja flest allir reykingamenn þótt ótrúlegt megi virðast. Og ég er einn af þeim.
Hvað varðar þessa þingsályktunartillögu frá ykkur þá fæ ég á tilfinninguna að þið séuð mjög forn í hugsun og séuð ekki frá þeim árgöngum sem hvað róttækastir voru hér í den. Sum ykkar voru með bleyju þegar ég byrjaði að vinna og hinir voru að arðræna landið. 30 árum síðar eru menn ennþá að arðræna landið og restin er ennþá með bleyju. Ekkert hefur breyst.
Í fávisku minni spyr ég "hafa boð og bönn einhverntímann spornað sérstaklega við einhverju ?" Þið getið ábyggilega ekki svarað þessu enda býst ég ekki við því þar sem ég er partur af aumum almúganum sem þið reynið að hafa vit fyrir. Það er ekki gott til þess að vita að svona framámenn eins og þið eruð, og með þessa líka fínu siðgæðistvitund skulið taka uppá því að loka á tjáningarfrelsi listamanna.
Það sem ég er að biðja um er að þið nýtið ykkur þær gáfur sem ykkur var gefið án þess að ykkar persónulegi biturleiki hafi áhrif á og takið markvissa ákvörðun um hvert skal haldið í þessum efnum. Þið eruð kosin á þing af þjóðinni. Íslenska þjóðin hefur ekki gefið ykkur leyfi til að fara í einhvern Mússólíni leik og leyfa ritskoðun og skerða tjáningarfrelsið. Það er búið að taka okkur aldir að komast á þetta stig að vera lýðræðisþjóð og þið viljið fara með okkur aftur til miðalda. Af hverju? Af því að þið sjáið ekki skóginn fyrir trjánum!
Hér er brot af því sem þið leggið til:
1. Sölustöðum tóbaks fækkað, aðgengi minnkað og stigu stemmt við nýjum neysluformum.
a. Það góða við fækkun á sölustöðum er að næturapótekin geta nú byrjað að hagnast verulega á þessu. Ég ætla að vona að þið hafið hugsað út í það að eiga verðbréf í lyfjafyrirtækjunum sem eiga apótekin, ja ég myndi spá í það. Þið hljótið nú að hafa verið búin að kippa því í liðinn áður en þið lögðuð í þetta verkefni!! Nú mun fólk fá sér "bland í poka" eins og svo oft áður þegar það fór í sjoppuna. En núna fær það sér öðruvísi "bland í poka" sem er innan lyfeðsilskyldra marka. Loksins verður setningin "að fá sér kúlu" að réttnefni.
b. Aftur á móti þá eiga margar sjoppurnar eftir að rúlla yfir um með tilheyrandi kostnaði á ríkið, ég meina skattborgarana! Þið hljótið að hafa tekið tillit til þess. MUNIÐ! 20% þjóðarinnar eru harðir reykingamenn og versla mest í sjoppum.
2. Nú spyr ég: Hvað eru ný neysluform?
a. Þið eruð með eitthvað sniðugt í huga sem enginn veit um; ég kannast bara við að "taka í vör", "taka í nefið" og "sjúga að sér reyk". Vinsamlegast látið vita hvað annað er í boði. Ja, ég hef ekki svona hugmyndaflug.
b. Ekki nema að þið séuð að tala um! .....Já...Nei...við skulum ekkert ræða það meira!
3. Enn frekari takmörk við því hvar neyta má tóbaks.
a. "Undir stýri" og "á svölum fjölbýlishúsa" OK!, í guðanna bænum ekki fara að leggja eftirlit og innheimtuaðgerðir á herðar okkar íslensku lögreglu. Það er nú ekki eins og þeir fái það fjármagn frá ykkur til að stunda sín störf svona frá níu til fimm. Þið hafið kanski ekki tekið eftir því en vandamál landsins í eiturlyfjum eru gríðarleg og aukast ár frá ári. En það er greinilega ekki áhyggjuefni. Við erum bara að tala um ungt fólk sem mun aldrei fara á öldrunardeild (þið ættuð að fagna því, bölvaður kostnaður). Lögreglan hefur alltaf staðið sig inna þeirra marka sem henni eru sett. Og staðið sig frábærlega.
b. Talandi um öldrunardeild. Hvað ætlið þið að gera við öll þessi súper hressu gamalmenni sem gersamleg verða ódauðleg í framtíðinni. Gamalt fólk í dag á Íslandi er látið liggja heima hjá sér afvelta að því að það er enginn til að sinna því og ekki til budget til að sinna því. Og ef það vogar sér til læknis þá er það bara sent heim og lyfjaskammturinn tekinn af því, svona til að spara fyrir ríkið. En þið hljótið að vera með svar um það hvernig þetta verður tæklað í framtíðinni, þið eruð svo forsjál.
4. Auglýsingar fjarlægðar og sýnileiki tóbaks minnkaður. (Rannsóknir sýna að reykingar í kvikmyndum og á leiksviði stuðla að tóbaksnotkun líkt og auglýsingar og ýta undir að ungt fólk líti á reykingar sem eðlilega eða æskilega hegðun. Því er óæskilegt að leikarar reyki í íslenskum bíómyndum og á leiksviðum og ætti að setja tilmæli um að draga úr því í lög eða reglugerð. Leikrit og kvikmyndir sem reykt er í ættu ekki að fá opinbera styrki eða annan stuðning af skattfé. Þetta er ekki gert til að hindra listrænt frelsi eða tjáningu heldur til að sporna við þekktum aðferðum tóbaksframleiðenda við óbeinar auglýsingar á tóbaki)
a. Nú eruð þið komin á verulega hættulegt svið hvað varðar sýningar á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
b. Mér sýnist sem svo að Hrafninn Flýgur verði eina myndin sem hægt verði að sýna í bíó og sjónvarpi, mig minnir að þar séu ekki viðhafðar reykingar. Ef ekki þá er Síðasti bærinn í dalnum alveg pottþétt ekki með neinar reykingar í myndinni. Enda kjarngóð íslensk mynd með svona íslensku stöffi...
c. Svo útskýrið þið fyrir börnum af hverju það eru bara til tvær bíómyndir sem hafa verið gerðar á Íslandi og í heiminum!. (skekkjumörk +/- ein mynd)
d. Uh, krakkar mínir!, það hafa aldrei verið gerða bíómyndir né sjónvarpsefni í Hollywood, nei krakkar mínir þetta er bara sögusagnir , Ha? Humphrey Bogart, hann var tannlæknir í Casablanca.........að mig minnir. Andskotinn! Það reykja allir í þessum gömlu andskotans klassísku bíómyndum.
e. Þið gerið ykkur grein fyrir því að það þarf að banna marga íþróttaviðburði, td Formúluna. Það er alltof mikið af Marlboro auglýsingum sem gætu skaðað ungmenni okkar. Þrátt fyrir að ungviðin okkar megi eignast börn 14 ára, kjósa og giftast 18 ára en mega ekki halda uppá kosningu á sínum flokki eða halda uppá giftinguna með einu kampavínsglasi fyrr en þau eru 20 ára. Hér er forsjárhyggjan í algleymingi og sýnir vel fram á þroskastig þeirra sem alltaf eru að hafa vit fyrir okkur almúganum, sem eruð þið svakalega framúrskarandi gáfaða fólk. Það er allt í öfugri röð!!!
f. Tjáningarfrelsi!! Vitið þið hvað það þýðir? Horfið á myndina 1984 og hugsið planið ykkar uppá nýtt. Sorrý! Að sjálfsögðu fylgist þið ekki með svo lágkúrulegri skemmtun. En þetta er mynd sem er samlíking um akkúrat það sem þið eruð að gera núna í ykkar starfi. Þið fenguð ábyrgð í hendurnar af almúganum, þar sem hann treysti því að þið væruð fyrirmynd af kanski einhverju góðu og mynduð láta gott af ykkur leiða. Myndin er byggð á bók eftir George Orwell sem er mjög frægur, hann skrifaði einnig Animal Farm. Vá ef þið læsuð þá bók þá mynduð þið skilja hvað ég er að fara með þessum skrifum. En ég geri mér engar vonir!
g. Hverjar eru þessar rannsóknir sem þið vitnið í.
Ég verð bara að segja nákvæmlega eins og er! Þið eruð ekki með öllum mjalla og gersamlega úr takt við nútímann. Það er alvitað að fólk með þessa gríðarlegu forsjárhyggu eins og þið virðist hafa, er fólk sem er biturt út í lífið og finnst það hafa verið úthlutað "raw deal" og neyðist til að taka það út á þeim sem minna mega sín. Og þið eruð heldur betur í stöðu til að gera eitthvað af viti hvað það varðar...
Það eina sem ég bið um er að þið sýnið soldið "creative thinking"......hugsið!....og hugsið þetta til enda! Ef ekki! Finnið ykkur eitthvað annað að gera en að vera í forsvari fyrir þjóðina, þjóðin bað ykkur aldrei um þennan Mussólíni fetisma!
Ef ekki Það! Þá verða alltaf til svona þriðja heims ríki sem þarf fólk eins og ykkur á að halda. Úpps! ég meina fjórða heims ríki!
Ég hélt að sagan væri búin að kenna ykkur að Fasismi virkar hvergi!! Lærið af því góða fólk.
Ef ekki þá getur enginn hjálpað ykkur! Og ekki bara það, þið eruð svona fólk sem fær engan til að hætta að reykja, af hverju? Notið nýrun til að hugsa, heilinn er greinilega ekki starfandi.
Lifið heil og vonandi reyklaus einvherntímann okkar kæru besservisserar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2011 | 22:54
Flutningur til Ítalíu
Aðalvandamálið er að hér er brauð alveg vonlaust og fyrirfinnst ekki í samlokuformi, æji jú ég get ekki sagt svona. Ég fann samlokubrauð sem rennur út ca 3 mánuðum eftir kaup og heitir ´American Sandwich Bread´, tekur ca 8 mínútur að lesa e-skalann af bætiefnum. Svipað og Norðmenn sem kunna bara að búa til gamalt brauð. Hér á Ítalíu verður maður að sætta sig við brauðgómrifjur og í circa about 100 tegundum, og eftir hálfa stöng af brauði þá blæðir úr gómnum og munninum á manni. Ég sver það að það er hægt að drepa mann með þessu brauði, fyrir mér er þetta ekkert annað en vopnaburður, þe að eiga ítalskt brauð.
Kurteisi fyrirfinnst ekki á Ítalíu, maður fer í shopping center og ég segi eins og er að frekar vildi ég synda með ´Great White´en að þurfa að fara í súpermarkað hérna. Maður er bara keyrður niður af ofuráhugasömum kaupendum með innkaupakerrur og þeim er alveg sama þótt maður liggi í gólfinu í miðri Auchan eða Essalunga og grætur af sársauka vegna meiðsla á hæl og sköflungi.
Hér ryðst fólk framfyrir mann í röð, einhverjir litlir hárlitlir kallar með kótilettur og með táfýlu af hausnum á sér sökum smægðar. Þe hár og tær renna saman í eitt, eða það er allt of stutt á milli. (Ekki það að ég sé hármikill né hár)
En KAFFIÐ er gott, það fær mann til að gleyma öllu. Það sem hefur komið mér mest á óvart er sjávarfangið er alveg frábært hér inn í miðju landi,,,, ussss! kræklingur, fiskur og rækjur alveg í toppklassa. Svo ég tali nú ekki um allt þetta hráa þurrkaða kjöt sem þeir framleiða, vááá! Með milljón nöfn á þessu öllu þurrkaða kjöti, hvort sem það er af belju, rollu eða svíni...ja eða af manni. (það myndi enginn fatta það)
Ostar! Jesús, hvílík mergð af tegundum. Keith Richards heldur örugglega ekki mikið uppá Ítalíu, enda borðar hann ekki ost og hefur aldrei látið það innfyrir sínar varir.
En familían er á leið í áfallahjálp og sálfræðimeðferð, sem er ekket annað en gott!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2008 | 14:19
Hverjum er um að kenna um krísuna?
Ég fylgist með málum úr fjarlægð og það er ekki laust við að maður verði fyrir aðkasti vegna fjármála Íslands hér down under. 'you´re gone bust´ er setning sem maður heyri soldið oft. Ég lít ekki þannig á það enda eru Íslendingar harðari en andskotinn og það er ekkert sem getur dregið þá í svaðið. Við erum búin að lifa af harðindi mun meira en þetta í þúsund ár.
Hinsvegar eru aðstæður þannig að maður veltir því sér fyrir sér af hverju þetta ástand er svona. Jú það er mjög einfalt. Ríkisstjórn Íslands og alþingismenn hafa ekkert verið að spá í fjárfestingar Íslenskra fyrirtækja og leyft þeim í ljósi ´frjálshyggju´að blómstra. Sem er að sjálfsögðu í lagi svo framarlega sem skuldir eru ekki meiri en ákveðin prósenta af þjóðarframlegð. En einhverra hluta vegna þá yfirsást það. Nú sitjum við uppi með 2-3 ára þjóðarafkomu í skuldum, ég spyr, af hverju? Í raun er málið mjög einfalt, við erum ekkert að fylgjast með. Við setjum pólitíkusa í ráðandi stöður á fyrirtækjum sem hafa með þessi mál að fara og þeir fara eftir því sem þeim er sagt í flokkapólitík. Hættum að kjósa flokka, kjósum fólk á þing. Fólk sem lætur Ísland skipta sig máli og þykir vænt um Íslendinga.
Í USA þá má fyrirtæki aldrei fara yfir ákveðna stærð miðað við tekjur þjóðarframleiðslu. T.a.m þá eru vandræði á Wall street núna aðeins 5% af þjóðartekjum USA. Á Íslandi eru þjóðartekjur 5% af skuldunum. Þetta er náttúrulega ekkert í lagi. Svo veltum við okkur uppúr því hvernig sumarbústaði auðmenn Íslands voru að byggja. Hvað kemur það okkur við, hver einasti Íslendingur myndi gera það sama ef hann hefði aðgang að sama auð. Að vísu eru þetta ferlega smekklausir sumarbústaðir, en það er annað mál.
Vandamál Íslands er vegna þess að stjórnendur landsins voru ekki að gera vinnuna sína, þetta er ferlega einfalt. Það eru ekki margir sem stand uppúr, en þeir eru til og hafa hugsjón. Við þurfum fólk með hugsjón ekki flokkatengsl.
T.a.m hef ég alltaf talið að Baugsfeðgar hafi gert Íslendingum mjög góða hluti. Þeir lækkuðu vöruverð til muna á sínum tíma. Við megum ekki gleyma því. Í fáránlegu viðtali í Silfuregils núna um daginn þá gerði þáttarstjórnandi sig að algeru fífli, því miður þá missti ég allt álit á nafna mínum. Jón Ásgeir kom mjög vel út, ég leyni því ekkert að ég hef mikla trú á honum og ég held að hann komi heill fram. Maður fær það á tilfinninguna að Íslendingum hlakki til að auðmenn Íslands fari á hausinn, því miður þá skil ég það ekki, því að landinn fylgir með.
Við Íslendingar verðum alltaf öfundsjúk ef einvherjum gengur vel og reynum að finna allt það versta sem til er í fari einvhers sem gengur vel. Hættum þessu volæði, sýnum hvað í okkur býr og styðjum hvort annað.
Við erum gersamlega langflottasta þjóð í heimi, engin spurning.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 14:12
LANDSLIÐIÐ Í HANDBOLTA - TIL HAMINGJU
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 13:08
Og RÚV bregst manni (Ég sem hef alltaf borgað afnotagjöldin)
Maður er staddur down under og getur ekki séð leikinn, ÍSLAND-SPÁNN. Vinsamlegast reka alla tæknideild RÚV ásamt öllum yfirmönnum. Þetta er til skammar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 11:16
Hvílík heimska!!! VÁ
Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2008 | 03:54
Brúðkaup
Mér og Rúnu var boðið í brúðkaup um síðustu helgi hérna í Brisbane og var ég beðinn um að vera mc eða master of ceremony. þykir mér það mikill heiður og þá sérstaklega sökum þess að brúðhjónin eru bæði af ítölsku bergi brotin og kaþólsk. Báðar ættir reyndar frá Sikiley, þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur stressið hjá mér. Ég sá alla Godfather seríuna fyrir mér og sagði það yfir salinn að mér stæði ekkert á sama, of margar bíómyndir um Sikileyinga væri góð sönnun þess að ég myndi alls ekki gera neitt grín að Ítölskum fótboltaköppum né pastaréttum (sem er ferlega súrt þar sem þau málefni eru endalaus). Nú annar hver karlmaður í veislunni hét Salvatore eða Guiseppe. Þetta var frábær dagur og mikil lífsreynsla fyrir mig. Maður er búinn að fara í þrenn brúðkaup síðan maður flutt hérna niðureftir, ég sem komst aldrei í brúðkaup heima á Íslandi.
Ég stórefa að ná að mæta í mitt eigið, ekki svo að það sé að fara að gerast, allavegana ekki að mér vitandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 08:24
Taugadeildin
Þetta voru skemmtilegir tímar
Langflottasta bandið í den.
http://axelkrist.com/taugadeildin/index.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2008 | 10:12
Ég þarf að bæta mig í golfinu!
Ekkert fær stöðvað Tiger Woods | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 11:23
Ekki garðslanga, heldur kyrkislanga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)