Jól á Íslandi

Vá, þvílík viðbrigði að halda jólin á Íslandi eftir 5 ára hlé. Þrjár lægðir tóku á móti okkur á nokkrum dögum eftir komuna til landsins en maður svaf fyrstu dagana. Ég var alveg búinn að gleyma þessu skammdegi en verð að segja það er smá fílíngur að hafa það.

Jólasnjórinn kom á aðfangadag og hélst í nokkra daga svona til að sýna okkur útlendingunum hvernig jólin eru skv staðli, alveg ekta coca cola jól. Það var rokið út að búa til snjókarl og fara í snjókast enda fjölskyldan ekki komist í snjó í 6 ár.

En það er fjárhagslegt hrun að heimsækja þetta land, mér sýnist 5.000 kallinn stefna hraðbyri í það að verða klink. Enda tala allir í milljörðum. Allir segja að þetta lagist þegar við göngum í EU, tökum upp evruna og fáum aðgengi að erlendum bönkum. Ósjálfrátt spyr maður; af hverju er ekki búið að því? Eftir hverju er beðið? Jamm...............................

En við yfirgáfum skerið í gær vel mett með jólapinklana í kílóavís.


LA sökkar feitt

Þvílík leiðindaborg! Ég bara skil ekki hvernig fólk getur búið hérna. Hollywood og Beverly Hills ekkert merkilegt. Stokkseyrarbakki hefur meira uppá að bjóða enn þessi leiðindasollur. Vá, ég hef aldrei orðið fyrir eins miklum vonbrigðum með nokkra borg í heiminum eins og LA og hef ég komið í þær nokkrar en að vísu hér í LA áður en á öðrum forsendum en túristi. Tókum túrista túrinn um Hollywood/Beverley Hills og það var það eina sem höfðaði svona aðeins til manns, en þetta er allt svoddans gerfiborg. LA Downtown er upplifelsi fyrir sig og því sunnar sem dregur því ver fer ástandið og þegar fólk er farið að ávarpa mann 'Hey Gringo, habla espaniol? þá fer maður að hugsa sér til hreyfings.

Málið er að borgin hefur bara ekkert uppá að bjóða.

Sem betur fer er maður á leið til New York á morgun, nær Stokkseyrarbakka.


Með rasssæri af hnakknum, flökurt með nábít.

Jamm, við erum komin til LA. Flugum með Air New Zealand. Lögðum af stað kl 11:30 á fimmtudaginn á áströlskum tíma, ferðin tók ca 15 klst og það góða var að við lentum ca einum og hálf tíma áður í LA, en við lögðum af stað frá Brisbane. Þökk sé daglínunni.

Nú til að komast inn í USA þá voru tekin fingraför af allri familíunni ásamt digital mynd. Ég leit út eins og zombie, órakaður og rauðeygður. Enda náði ekki nema tveggja tíma svefni á 12 klst leggnum, sem er mjög sjaldgæft fyrir mig. Ég venjulega sef eins og engill, ég held að það hafi verið vegna rasssærisflugfélagsins, sum flugfélög elska að pynta viðskiptavininn. Ég og vinur minn Gluteus Maximus höfum sitið af okkur allskonar setur í gegnum tíðina, þannig að við náðum að jafna okkur eftir lendingu.

En við fyrstu sýn þá er LA ekkert annað en supersize borg, með sínum hávaða og umferðaröngþveiti. Skruppum í smá verslunartúr í dag, en tökum túrismann á morgunn. Aldrei að vita nema að maður bloggi aftur á morgunn. Hvur veit?


Giftingaveislan í dag

Ég, Rúna og Hekla fórum í meiriháttar giftingaveislu hjá Michael og Tamara. Athöfnin fór fram undir berum himni og var svona við það að rigna, en það urðu ekki nema nokkrir dropar. Innkoman hjá þeim var mjög sérstök, þar sem tveir hópar komu úr sitthvorri áttinni og mættust á miðri leið undir miklum flautu og trommuslætti. Okkur var sagt að mæta í skrautlegum og litmiklum klæðnaði og einnig bent á að þetta væri ekki stífelsis-veisla. Mig langaði að mæta í 'Dumb & Dumber' kjólfötum, þeas annaðhvort baby blue eða appelsínugulum með samlitann pípuhatt. Ekki varð neitt úr því þar sem fjölskyldan hélt að ég yrði þeim til skammar og endaði í gömlu jakkafötunum að vísu í gluggatjaldaskyrtu sem konurnar í mínu lífi höfðu keypt handa mér fyrir þetta tilefni. Það stóð ekki til hjá mér að skjóta íslenska snæuglu með korktappa, það er á hreinu. Michael og Tamara eru dans og tónlistarmenn, hún er sérhæfð í magadansi og hann í trumbuslætti og eru mest í miðausturlandatónlist og skemmta víðsvegar um Ástralíu. Enda varð veislan að algerri tónlistarveislu. Maturinn var frábær, með indversku yfirbragði og át ég á mig gat, náði ekki að fá mér eftirrétt þar sem ég var svo saddur.

En svo tók við tónlist og dans. Ég varð alveg dolfallinn þegar bandið byrjaði. Þarna var samankomin 7 manna sveit. 5 konur og 2 karlar og hljóðfærin eingöngu Marimba fyrir utan eitt eintak af trommusetti. Hljómsveitin sem heitir Jambezi var alveg frábær og það var eins og Lion King væri ljóslifandi. Ég er ennþá með gæsahúð.

En fyndnasta atriðið var að undir miðjum ræðuhöldum í giftingarveislunni þá hringir Lissý (sem var heima) í Rúnu og spyr hana um vanilla lyktareyðinn. Rúna segir 'Hvað meinaru?', þá springur Lissý úr hlátri og gjörsamlega grenjar úr hlátri í símann og segir að Jökull og Freya hafi pantað pizzu og þegar sendillinn kom þá hafi hann beinlínis staðið fyrir utan dyrnar haldandi á pizzunni í annarri hendinn, með hina haldandi um afturendann á sér. Síðan bað hann mjög kureisislega hvort hann mætti nota salernið og nánast henti pizzunni frá sér og hljóp inná klósett. Síðan heyrðust skruðningar og sprengingar frá salerninu og stuttu seinn fylltist húsið af þessum þvílíka fnyk. Pizzasendillinn labbaði víst skömmustulegur út, hvort hann tók við borgun veit ég ekki. En ég skil ekki hvernig einhver gat étið pizzuna, gersamlega óskiljanlegt.

En ég læt fylgja með þessa linka til að fólk fá smá nasaþef af veislunni.

http://www.mikemeade.com/jambezi/intro.html

http://www.hipnoticbellydance.com/index.html


1 Down 2 to go

Jæja, þá er frumburðurinn útskrifaður úr "gæsalappamenntaskóla" eða Secondary college eða þannig sko. Með þessa ágætis einkunn og tiltölulega betri en pabbinn gerði á sínum tíma, enda var hann ekki mikill vitringur og þótti frekar mikill meðalmaður í neðri kantinum á öllum skölum menntakerfis ríkisins. En guttinn stóð sig mjög vel og á eftir að gera miklu betur ef ég þekki hann rétt. Hann fær ekki gáfurnar frá mér, það er á hreinu. En ég er ferlega stoltur af honum. Þetta kemur náttúrulega allt frá mömmunni.

Spáið í´ða, það væri ferlega sorglegt á gamals aldri að fatta það að maður er bara alger vitleysingur, búinn að gefa sig einhverju leiðinda- "íþróttafélagi" sem veit ekki einu sinni hver maður er,  og hefur engan áhuga að vita um neitt um mann,  og það sem meira er að það verður aldrei hægt að fullnægja þörfununum, en maður situr á varamannabekk það sem eftir er ævinnar og á aldrei afturkvæmt þaðan. En á meðan þú skorar mörkin og heldur íþróttafelaginu í meistardeildinni, þá ertu í lagi . Svipað og að vera í trivial pursuit og hvísla í eyrað á viðkomandi sem á að svara spurningunni hvert svarið er. You will never get the credit! Heimskunni er engum takmörkum sett. Ég veit að sonurinn á eftir að tækla þannig hluti, enda alinn upp í því að vera frekur, bíta frá sér og gefa skít í restina. Það er það eina sem hægt er að kenna ungu fólki í dag, en það sem meira er að það þarf ekki að segja þeim það, þau vita það.

Survival of the fittest!

Ég og mín ektakvinna ásamt syninum sóttum þessa svakalegu fínu samkomu í kvöld, þar sem allir nemandur Coorparoo Secondary College voru útskrifaðir og við hittum allraþjóðakvikindi eins og gefur að skilja í Ástralíu. Sátum á borði með fólki frá Phillipseyjum og einhverju miðausturlandaríki, sem mér bara láðist gersamlega að spyrja um. Allir hétu eitthvað N´ga Eboko, M´beke og M´bikaembele og töluðu tungu sem ég skildi ekkert í. Sumt fólkið var svo svart að ég fékk verk í augun eftir að tala við það og horfa í ljós. Ég mæli með að fólk prófi þetta, það er ferlega vírað. Það getur svo sem verið að það sé eitthvað að sjóninni í mér, ennnnn VÁÁ. Maður verður ferlega rúðustrikaður. En við borguðum 35 dollara per haus fyrir það mesta skósólajukk sem ég hef smakkað á ævinni. Maður þurfti hjólsög til að skera þetta kjöt. Einhver sagði að það væri lamb, en ég held að þetta hafi verið læri af kengúru. Mig verkar ennþá í kjálkana, tveimur tímum seinna. Skammstöfunin á matseðlinum var DRASL (Dead, Rotten, Australian, Shit, Legofsomething), það eina sem mér dettur í hug.

En hér er ég, lítill íslendingur með smægðina í hámarki í stórri heimsálfu.

Til hamingju Jökull, þú ert frábær!


Sería 4 af sápuóperunni 24.

Ég myndi ekki treysta þessu liði til að halda barnaafmæli fyrir mig.

Af búsetumálum í Eyjaálfu.

Ætli maður verði ekki að fara að koma sér í að fylla út blessaða umsóknina fyrir framlengda búsetu í Ástralíu. Okkur verður hent úr landi þann 14 Des nk. Þetta er heljarinnar mál og skrifræðið minnir á fyrrum Sovíet, vantar stimpla hér og þar frá hinum ýmsu embættum. Ég og fjölskyldan þarf að fara í enskupróf, röntgen myndatöku, læknisskoðun (háls, nef, eyrna, kúk og piss sýni) og sálfræðimat (Þar mun ég falla og mun verða sendur í hlekkjum úr landi). Úpps.

En ef maður hugsar um það, þá er náttúrulega ekki við öðru að búast í þessum heimi sem við búum við í dag að innflytjendareglur séu svona strangar. Staðreyndin er sú að Íslendingar þóttu nokkuð baldnir hér í den, lögðust í víking og herjuðu á nágrannaþjóðir eins og Skotland, Írland og stálu öllu steini léttara. Stór hluti þessara þjóða voru síðan fluttar í stóru magni til Ástralíu, fyrir sama kvikindisskap og iðju sem Íslendingar höfðu stundað nokkrum öldum áður. Þannig að ég vona að Ástralir séu ekki eins og fíllinn, þe gleymir engu. Mér til varnar þá hafa íslendingar orðið að hinni friðsamlegustu þjóð, vilja ekki flugu mein og mega ekkert aumt sjá, næstum því. Eiga það til að drepa einn og einn hval og monta sig af því fyrir framan alheim. Ekki gott, þar sem Ástralir líta á þetta spendýr sem alheilaga og friðaða skepnu. Svo stunda íslendingar líka Lundaveiði til átu, það finnst Áströlum alveg fyrir neðan allar hellur, alltof fallegur goggur. Maður er oft spurður hvað sé séríslenskt og þá nefnir maður einmitt, hvalaveiðar, hákarl, harðfisk, hrútspunga, lundabagga og Björk. Nánast undantekningalaust þekkja þeir Björk, enda líklegast albesta landkynning sem Ísland hefur átt síðan Golli fann spýturnar sínar í Reykjavík árið fyrir lurk.

Ég áætla að skrifa meira um búsetumálin þegar kemur að sýnatöku. Upsidedown


Dísös, hvað varð um íslendingana?

Ég er kominn heim í hagann hér í tjaldhól (Camp Hill) Brisbane eftir nokkra daga dvöl á Íslandi. 

Eins og týpískur túristi þá fór ég í Smáralind og ætlaði að sækja mér föng af ýmsum toga. Ég verð að segja eins og er að það var mjög gott að ég var liðtækur í annarri tungu en íslensku því allstaðar þar sem maður kom þá tók á móti manni fyrrum austantjaldsverji með grafarsvip og sagði "grút morníng", sem síðan afgreiddi mann með þau föng sem maður hafði áhuga á, eins og pítusósu, SS sinnep og Nóa Síríus og kvaddi mann með "þenkjú". Það sem meira er að maður heyrði engan tala íslensku. Ég varð að fara á upplýsingaborðið og spyrja á ensku hvort ég væri á Íslandi. Mér var tilkynnt að svo væri og það væri sunnudagur níunda September 2007. Ég spyr síðan hvort að það sé búið að lögskipa ensku sem aðaltungumál á Íslandi en viðmælandi minn kvað ekki svo vera, ja allavegana vissi hann ekki til þess.

 Einnig sótti ég mikla og góða halelújaog fagnaðaerindissamkomu í hrauninu í G-bæ undir yfirskriftinni "Fóðurkerfi ofar öllu". Fínasta bændasamkoma og hin besta bænastund.

En eins og það er alltaf gaman að koma til Íslands þá er alltaf jafn gaman að fara þaðan og var gott að koma heim í hlýjuna hérna down under. Það rigndi allan tímann á Íslandi á meðan ég var þar.


Kominn á skerið kalda

Eftir 49 tíma ferðalag með þessari leiðinda 9 tíma bið í London Heathrow (með leiðinlegri flugvöllum í heimi) þá tók stinningskaldinn á móti manni við útkomu í Leifsstöð. Það rigndi beint framan í mann, ég hef ekki upplifað það lengi vel. Í Ástralíu rignir oftast lóðrétt, ja ca 98% tilfella.

Hössi bró pikkaði mig upp og hann byrjaði á að fara með mig í RL Vöruhús. Ég hélt að maðurinn væri orðinn galinn, þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands í heimsókn og byrja á að fara í einhverja húsgagnaverslun. Ég var náttúrulega gersamlega lost yfir byggingarframkvæmdum á leiðinni í bæinn. Ég á ekki til orð, þetta var eins og að koma í borg sem ég hafði aldrei komið í áður. Ja það er nóg til af seðlum á Íslandi.

En ég er búinn að vera í góðu aðhaldi hérna í sveitinni á Rangárbökkum hjá mömmu og pabba. Það er svoleiðis raðað í mann plokkfisk, rækjusalati, suðrænu og öllu því sem maður fær ekki Down under. Ég stend á blístri og það sér ekki fyrir endann á kræsingunum og bakkelsinu. Úff. Síðast tók það mig þrjár vikur að laga meltingarkerfið eftir náðuga daga í foreldrahúsum.


Dísös, hvað varð um íslenskuna!

Það tók ekki nema nokkur ár að gersamlega rústa íslenskukunnáttu barnanna. Nú hlýðir maður á beinar þýðingar frá ensku yfir í hið ylhýra, eða bara íslenskufærða ensku. Stundum grenjar maður af hlátri og stundum skilur maður ekki neitt, þe Dhhööö.

Hér eru nokkur dæmi.

Ég rann útaf pappír. (þe salernispappírinn er búinn)

Ég er að fara að taka sturtu. (Maður getur náttúrulega ekki annað en spurt hvert ætlarðu með hana)

Ég leftaði sörpræsi handa þér.

Myndin var full (þe það var uppselt á myndina)

Ég er full (þe södd eftir kvöldmatinn)EL and JAE

 

Eins og sjá má á myndinni þá er ég furðu lostinn yfir íslenskunni


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband