Gamli á Ferrari

Eiginlega bjóst ég ekki við því að ég myndi nokkurn tímann aka slíku farartæki eins og myndin sýnir. Var í vísiteringu í Auckland á Nýja Sjálandi og fékk þetta einstaka tækifæri hjá góðum vini Jonathan Rankin. það skipti engu máli hvort maður væri í fyrsta, öðrum eða fjórða gír upp í móti, bíllinn tók endalaust við sér. Það var ekki fyrr en daginn eftir að ég fattaði það að ég hafði snúið á mér fótinn við að setjast inn í bílinn, þetta er svo djöf.. lágt að maður lyfti rassinum ósjálfrátt ef maður sá steinvölu á götunni. Ef maður ætti svona bíl þá væri maður með permanent bremsufar í brókunum.

Þegar ég verð stór ætla ég að fá mér einn svona.IMG_3797


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einfaldlega flottur bíll - sem passar fyrir sportlegar týpur eins og þig og mig.

Þvælist á milli staða sjálfur á Chryler Sebring sem er líka fremur lágvaxinn og liggur full nærri götunni. Var einmitt að keyra í gær í vinnuna og viti menn - sé ég ekki hvar smá þökupjatla liggur á götunni og keyrði auðvitað barasta beint yfir hana. Næsta sem ég veit er að ég heyri hvar hún hreinlega rennur eftir undirlagi bílsins og hin ósjálfráðu viðbrögð sáu þá til þess að ég skellti hringvöðvanum að neðan í gír, lyfti hinu óæðra og bað þess innilega að ég fengi ekkert í nálæga snertingu á þeim slóðum.

Góð og gild ástæða fyrir þessu !

Átti nefnilega fyrir nokkru síðan eitt stykki Alfa Romeo sportbíl og var að keyra í Þingeyjarsýslunni og var rétt hjá Jarðböðunum í Mývatnssveit. Tek þessa líka skemmtilegu ákvörðun ökumannsins að fara aðeins út fyrir hinn steypta veg og sé þá lítinn stein andsk.... sem var að flækjast þarna - varla hærri end eldspýtustokkur - keyri yfir hann þannig að hann fer undir miðjan bílinn. Næsta sem ég veit er þetta mikla högg að neðan á bílnum og í framhaldi af því sé ég í baksýnisspeglinum hvar löng og mikil fituslóð liggur eftir bílinn þar sem ég keyri áfram.

Kemur þá í ljós að ég hafði brotið pönnuna undir honun og hann var að verða olíulaus. Góð ráð dýr - við þurftum að labba í næsta þéttbýli og í framhaldinu þurfti ég að láta sækja okkur frá Akureyri og setja sportbílinn á vörubíl og keyra hann þannig heim aftur. Mæli þar af leiðandi ekki með því að menn kaupi Ölfuna.

bói

Egill Örn Arnarson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband