Nú verður Grillað

Skrapp í Bunnings í dag og fékk mér þetta 6 burnera Grill með húddi og glugga með extra burner fyrir pott eða pönnu á hægri hlið. Var í fjóra tíma að setja það saman en mikið andsk var tébein steikin góð, bernaise og alles. Í flutningunum síðast þá hentum við gamla grillinu, það var orðið all verulega ryðgað og í raun var spurning um hvenær maður stæði sjálfur í björtu báli við tendrun.

Mæli með Garth, 6 burner sem heitir Director 6. Á vel við mig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra þetta með að nýja grillið komst saman á endanum og Tébeinið bragðaðist vel........ Veistu hvort þessi gerð af grilli fáist í BYKO eða kannski Húsasmiðjunni :-)

Svanur Lárusson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 13:28

2 identicon

Mikið er það nú gott að vita til þess að þú sért kominn með þessa eðalútgáfu af grillinu enda veitir nú ekki af ef stór fjölskyldan skyldi kíkja í heimsókn. Á reyndar sjálfur svona Yaris útgáfu af grilli sem einnig á það sammerkt með bílum að það eldist og ryðgar. Hef ekki alveg náð þessari tækni að strjúka rauðlauk eða olíu til að feitin festist ekki á grillinu. Því hefur farið sem farið hefur.

Annars er nú allt gott að frétta af norðurslóðum hér heima á klakanum. Þórunn Þöll - væntanlegur kandidat í fermingarpakkann - var að ljúka 4 stigi á þverflautur og stefnir í það að gera barasta lítið úr henni Manuelu Viesler og verða alveg brilliant flautukona.

Gyrðir Örn er sestur á skólabekk í Menntaskólanum á Akureyri og er hann sérlega hárfagur og hávaxinn. Styttist í það að ég fari að kalla hann flóka, faxa eða barasta lubba :) Námið gengur vel - þegar hann sinnir því - en heilt yfir er og verður þetta tímabil vaxandi félagslífs og skemmtunar. Er kappinn reyndar staddur í þessum rituðum orðum í höfuðborginni þar sem hann er í menningarferð á vegum skólans og mun í anda menningar spila bowling með tilþrifum, stunda næturlífið, rölta um miðbæinn og sækja loks leikhús - svona til að réttlæta menningarferðina.

Við hjónin erum hins vegar bara slök- slöppum af eins og hægt er og sinnum blessaðri vinnunni. Meira um það allt síðar.

Mikið væri nú gaman að hafa frekari aðgang að síðunni þinni til að sjá myndir og frekari herlegheit. Stendur slíkt til boð frændi ????

Knús og kossa frá Svalbó

Bói og Co.

Egill Örn Arnarson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband