It´s Unbelievable!

Kosningar, Júróvisjón og boltinn í gangi um helgina og maður missir af þessu öllu saman.

Ekki riðum við feitum hesti frá Júróvision. Margir Ástralir fylgjast með þessum atburði enda elska þeir allavegana keppnir. Það verður ábyggilega sýnt á SBS, í dag eða á morgun.

Mínir menn standa sig svo sem alltaf vel í kosningum. Maður þarf að vísu að skreppa í 2-3 tíma flug til Melbourne eða Sydney til að kjósa. Það eru frekar dýr þrjú atkvæði úr mínu kjördæmi.

Í gær var komið að þeirri ögurstundu að segja bless við Hadda og Krissý, allt Marel gengið safnaðist saman heima hjá þeim í smá teiti. It´s Unbelievable! eins og Haddi myndi segja, hvað tíminn hefur liðið hratt. Það eru að verða þrjú ár síðan þau komu down under. En við ætlum að ná 18 holum áður en lagt verður af stað í tveggja daga ferðalag að komast til Íslands. Við eigum eftir að sakna þeirra alveg gríðalega mikið. Það er aldrei lognmolla í kringum þau.

Nú er ég búinn að fá mér wireless net í húsið og get þess vegna setið út á palli eða út í laug og unnið. Alveg frábært í þessum kulda hérna í Brisbane, það er skýjað og ekki nema 20 stiga hiti. Flísin er komin út úr skápnum, ég meina flíspeysan, fyrir þá sem misskilja allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast. Hér er búið að skúra, setja allt dót sem skilið var eftir útí bílinn þinn og svo slatta af kóki og bjórkassa sem urðu í afgang. Lélegt hjá þér að vera að leifa bjórnum. Albert var mest spældur yfir því að ipod-inn skyldi ekki hafa gleymst. Hann vill fá ipod með þessum lögum á...enda sýndist mér lýðnum líka ágætlega við að dilla sér við þessi lög í gærkveldi.

Takk fyrir gott glens, þetta var klassi!

Krissý (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband