17.6.2007 | 02:55
Heihójibbíjeiogjibbíjei og allt það.
Erum búin að taka út 17 Júní, fórum í gær til Ellu og Steyjó. Þar voru samankomnir nokkrir íslendingar og ástralir, sumir íslendinganna búnir að vera búsettir í Oz yfir 30 ár. Þannig að íslenskan var ansi ryðguð hjá sumum. Mikið hlegið, mikið talað og ættjarðarlögin glumdu þannig að maður var að verða klökkur og ef einhver hefði sýnt manni mynd af Vigdísi þá hefði maður líklegast farið að gráta, þetta var allt eitthvað svo þjóðlegt. Sumir reyndu allt hvað þeir gátu að segja nafnið mitt sem fyrir enskumælandi er ekki mjög auðvelt, þessi tvö ell í nafninu fara alveg með það, reynið að segja eiikkl, hljómar ekki vel. Íslenski fáninn blakti við hún og allir með húfur eða peysur eitthvað tengt Íslandi, ég náttúrulega í mínum brennivínsbol. Ræðan hjá Konna var mjög góð og var hann með kennslu í þeirri íslensku hefð að segja skál og berja glasinu í borðið. Þessi siður lagðist vel í menn og mætti segja mér að borðið þurfi smá yfirhalningu eftir barsmíðarnar. það var skálað náttúrulega fyrir öllu.
Hangikjötið var að sjálfsögðu til staðar (Triple smoked Lamb) með uppstú og tilbehör. Bragðaðist alveg meirháttar. Í eftirrétt var boðið uppá kökur og svo pönnslur með rjóma. Maður er orðinn feitur og pattarelegur á öllu þessu áti, þannig að maður verður að fara út að hlaupa í dag.
Til hamingju með daginn íslendingar.
Athugasemdir
Heill og sæll Egill.
Gaman að kynnast ykkur í gærkveldi og vonandi getum við haldið annað blót fljótlega. Gestrisni Stellu og Eyjólfs er sér kapítuli og erfitt að bæta þar um. Leitt að þú þurftir að yfirgefa samkomuna fyrr en aðrir en rétt er að taka fram að framhaldið var ekki verri en byrjunin, svo sem vænta mátti. Vonandi tekst að safna saman fleiri löndum til veislu næsta 17. Júný
Kveðjur til fjölskyldunnar Konráð Pálmason
Konráð Pálmason (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 03:48
Til hammara með daginn sjálfur kæri frændi. Og stattu þig í hlaupinu. Ekki vil ég sjá þig með hangikjötsýstru í næsta hittingi. Knús á alla frá moi.
Gunna
Es. Hvurslags er þetta eiginlega. Nú þarf mar að fara að reikna svo mar geti sent kveðju. fussusveiþví...
Gunnhildur (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 00:18
Hæ Egill minn. Velti fyrir mér afhverju þú yfirgafst samkvæmið á undan öllum öðrum ? en nú er ekki lengur til hamingju Íslendingar með daginn, það er kominn 19. júní, mál að breyta elskan. Ástarkveðja mamma
mamma/amma (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.