Ljós í Norðumýri

Er hálfnaður með bókina og eftir að hafa búið í hverfinu þá verð ég að segja eins og er að Megas er snillingur, ekki bara meistari Megas, heldur hreint og beint út Snillinn Hann Megas. Þvílík íslensk kjarngóð orðasúpa. Ég þarf reglulega að stoppa og lesa aftur sömu setningarnar, að vísu gæti þýtt að ég sé að verða enskuseraður en ég harðlega neita því.

 Bókin er einstaklega skrifuð og fær mann til að virða hversu yndisleg íslenskan er í raun. Það má alveg bæta við að þegar teymi eins og Þórunn Valdimars og Megas setja saman bók, þá í raun getur það vart misheppnast. Frábær lesning.

 


Hver er gáfaðastur

Ég og Rúna skruppum í heimsókn til Hadda og Krissí á Wellington Point í gærkvöldi. Fórum í íslenska Trivial. Ég og Haddi í liði á móti Rúnu og Krissí. Við Haddi náttúrulega hleyptum þeim ekki inn í spilið, svöruðum öllu af þvílíkri snilld. Kökurnar flugu til okkar alveg hægri vinstri. Samanlagt IQ langt yfir meðalmörkum hjá okkur félögunum. Það rauða og það hvíta var orðið okkur mjög kærkomið og vorum farnir að svara miklu meira heldur en ella. Þeas við skýrðum út svörin af góðra manna sið.

Þær náttúrulega völtuðu yfir okkur á endanum. Alveg hreint með ólíkindum, við sem erum svo gáfaðir.


Nú verður Grillað

Skrapp í Bunnings í dag og fékk mér þetta 6 burnera Grill með húddi og glugga með extra burner fyrir pott eða pönnu á hægri hlið. Var í fjóra tíma að setja það saman en mikið andsk var tébein steikin góð, bernaise og alles. Í flutningunum síðast þá hentum við gamla grillinu, það var orðið all verulega ryðgað og í raun var spurning um hvenær maður stæði sjálfur í björtu báli við tendrun.

Mæli með Garth, 6 burner sem heitir Director 6. Á vel við mig


Gamli á Ferrari

Eiginlega bjóst ég ekki við því að ég myndi nokkurn tímann aka slíku farartæki eins og myndin sýnir. Var í vísiteringu í Auckland á Nýja Sjálandi og fékk þetta einstaka tækifæri hjá góðum vini Jonathan Rankin. það skipti engu máli hvort maður væri í fyrsta, öðrum eða fjórða gír upp í móti, bíllinn tók endalaust við sér. Það var ekki fyrr en daginn eftir að ég fattaði það að ég hafði snúið á mér fótinn við að setjast inn í bílinn, þetta er svo djöf.. lágt að maður lyfti rassinum ósjálfrátt ef maður sá steinvölu á götunni. Ef maður ætti svona bíl þá væri maður með permanent bremsufar í brókunum.

Þegar ég verð stór ætla ég að fá mér einn svona.IMG_3797


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband