Færsluflokkur: Bloggar
28.4.2007 | 12:47
Nú verður Grillað
Skrapp í Bunnings í dag og fékk mér þetta 6 burnera Grill með húddi og glugga með extra burner fyrir pott eða pönnu á hægri hlið. Var í fjóra tíma að setja það saman en mikið andsk var tébein steikin góð, bernaise og alles. Í flutningunum síðast þá hentum við gamla grillinu, það var orðið all verulega ryðgað og í raun var spurning um hvenær maður stæði sjálfur í björtu báli við tendrun.
Mæli með Garth, 6 burner sem heitir Director 6. Á vel við mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2007 | 12:35
Gamli á Ferrari
Eiginlega bjóst ég ekki við því að ég myndi nokkurn tímann aka slíku farartæki eins og myndin sýnir. Var í vísiteringu í Auckland á Nýja Sjálandi og fékk þetta einstaka tækifæri hjá góðum vini Jonathan Rankin. það skipti engu máli hvort maður væri í fyrsta, öðrum eða fjórða gír upp í móti, bíllinn tók endalaust við sér. Það var ekki fyrr en daginn eftir að ég fattaði það að ég hafði snúið á mér fótinn við að setjast inn í bílinn, þetta er svo djöf.. lágt að maður lyfti rassinum ósjálfrátt ef maður sá steinvölu á götunni. Ef maður ætti svona bíl þá væri maður með permanent bremsufar í brókunum.
Þegar ég verð stór ætla ég að fá mér einn svona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)